Samnýting skilar miklu

i Innanríkisráðuneytið verður á nýjan leik tvö ráðuneyti.
i Innanríkisráðuneytið verður á nýjan leik tvö ráðuneyti. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Innanríkisráðuneytið er nú á nýjan leik tvö ráðuneyti. Annars vegar dómsmálaráðuneyti, þar sem Sigríður Á. Andersen er ráðherra, og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti, þar sem Jón Gunnarsson, er ráðherra.

Útfærsla á því hvernig aðskilnaði ráðuneytanna verður háttað og honum hrint í framkvæmd er ekki fullmótuð, og því liggur ekki fyrir nein kostnaðaráætlun, enn sem komið er, um það hvaða kostnað ríkissjóður mun bera af skiptingunni, samkvæmt upplýsingum Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.

„Í fyrsta lagi þarf að byrja á að svara spurningunni hvernig verður þetta gert. Það fer mikið eftir því hvernig framkvæmdin verður, hversu mikill kostnaður hlýst af þessari uppskiptingu,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert