Jóna formaður utanríkismálanefndar

Jóna Sólveig Elínardóttir.
Jóna Sólveig Elínardóttir.

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörin formaður utanríkismálanefndar Alþingis, á fyrsta fundi nefndarinnar sem lauk á ellefta tímanum.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var þá kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í embætti 2. varaformanns.

Fram kemur á vef Alþingis að nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt.

„Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert