Páll formaður atvinnuveganefndar

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Rax

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og oddviti hans í Suðurkjördæmi, hefur verið kjörinn formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Nefndin kom saman á fyrsta fundi sínum á þessu þingi nú í morgun.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var þá kjörinn 1. varaformaður nefndarinnar og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, í embætti 2. varaformanns.

Nefndin fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt, og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar, að því er fram kemur á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert