Hálka víða

Það er hálka víða um land.
Það er hálka víða um land. mbl.is/Styrmir Kári

Það er hálka á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Á Suðurlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir að sögn Vegagerðarinnar.

Þá er hálka einnig á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum, en Fróðárheiði er ófær.

Hálka er á flestum leiðum á Norðvesturlandi, á Norðausturlandi er éljagangur, hálka og snjóþekja.

Dregið hefur úr úrkomu á Austurlandi en þar er víðast snjóþekja eða hálka. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.

Með suðausturströndinni eru víðast aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert