Kaupa norskan þorsk og ufsa

Fiskveiðiflotinn er bundinn við bryggju vegna verkfalls sjómanna.
Fiskveiðiflotinn er bundinn við bryggju vegna verkfalls sjómanna. mbl.is/Árni Sæberg

Karfa vantar nú sárlega á þýskum mörkuðum, segir Magnús Björgvinsson, umboðsmaður Síldarvinnslunnar í Bremerhaven í Þýskalandi.

Magnús sér um sölu á fiski Síldarvinnslunnar til hæstbjóðenda í Þýskalandi, aðallega karfa, og segir þýska neytendur nú farna að kaupa þorsk og ufsa frá Noregi, þar sem karfi frá Íslandi sé ekki í boði meðan á verkfalli íslenskra sjómanna stendur. Markaðir í Þýskalandi séu því klárlega að glatast.

„Þetta er grafalvarlegt ástand, sérstaklega af því að verkfallið hefur staðið svo lengi,“ segir Magnús í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert