Spá 564 milljörðum króna

Svangir ferðamenn eyða á Íslandi.
Svangir ferðamenn eyða á Íslandi. mbl.is/Golli

Ekkert lát virðist vera á fjölgun ferðamanna hingað til lands og segja spár greiningardeilda bankanna að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar muni hækka mikið í ár.

Áætlað er að ferðamönnum fjölgi um 24,7% frá því í fyrra og að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði um 564 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt spá greiningardeildar Landsbankans. Til samanburðar voru þær 369 milljarðar 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ferðamenn skilja mikið fé eftir í landinu og hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri en í fyrra að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar. Þannig var erlend kortavelta 232 milljarðar, en athygli vekur að þrátt fyrir rúma 43% hækkun í veltu í hótelgistingum og gistnáttaþjónustu þá hækkar önnur gistiþjónusta um 74,6% frá 2015. Þá eyddu ferðamenn rúmum 30 milljörðum króna í verslun hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert