Kólnar örlítið á morgun

Á morgun verður rignin og súld, en úrkomulítið norðaustanlands.
Á morgun verður rignin og súld, en úrkomulítið norðaustanlands. mbl.is/Ómar

Suðaustlæg átt verður næsta sólarhringinn, þrír til tíu metrar á sekúndu. Þá verður rigning og súld, en úrkomulítið um landið norðaustanvert, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Þegar líður á morgundaginn verður norðaustanvindur, þrír til tíu metrar á sekúndu, slydda norðanlands, rigning eða súld sunnan- og austanlands, en að mestu þurrt og léttir heldur til vestast á landinu. Hiti verður tvö til sjö stig, en kólnar lítið eitt á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegir að heita má greiðfærir um allt land.

Þoka er á Mosfellsheiði og Fróðárheiði, hálka á Hálfdán og hálkublettir á Kleifaheiði og á Dettifossvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert