Fegurð borgarumhverfis ekki afstæð

Færri gangandi vegfarendur láta lífið nú en áður.
Færri gangandi vegfarendur láta lífið nú en áður. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Þeirri spurningu var varpað upp á fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi.

Yfirskrift fundarins,sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir, var „Borgin, heimkynni okkar“.

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að lítið hafi farið fyrir umræðu um aðstæður gangandi vegfarenda. „Umræðan snýst svolítið mikið um hjól, bíla og kannski strætó einstaka sinnum. Lítið heyrist um aðstæður gangandi vegfarenda í borginni. Því þótti ástæða til að taka það til sérstakrar umræðu,“ segir Hjálmar í umfjöllun um fund þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert