Forsetinn tók að sér kennslu

Guðni Th. Jóhannesson mætti í Háskóla Íslands í vikunni og …
Guðni Th. Jóhannesson mætti í Háskóla Íslands í vikunni og kenndi einn tíma í sagnfræðinni. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Háskóla Íslands í vikunni og kenndi í námskeiðinu um Ef-sögu við sagnfræði- og heimspekideild. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Háskóla Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs HÍ, …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Guðmundur Hálfdanarson, forseti hugvísindasviðs HÍ, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson.

Hann var fyrstur til að kenna þá grein sagnfræðinnar við Háskóla Íslands, sinn gamla vinnustað, og væri sennilega enn að kenna þetta námskeið ef kosningarnar hefðu farið á annan veg. Nemendur voru mjög ánægðir og eins staðgengill hans, Rasmus Dahlberg, danskur sérfræðingur í Ef-sögu og vinur forsetans, segir enn fremur í færslunni.

Úr kennslustund hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Úr kennslustund hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert