Haldið til hafs á ný

Skipverjar á Ásbirni RE50 ganga um borð að verkfalli loknu …
Skipverjar á Ásbirni RE50 ganga um borð að verkfalli loknu og halda til veiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki leið á löngu eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sjómanna lá fyrir að fyrstu fiskiskipin héldu til sjós. Verkbanni á vélstjóra og línumenn var aflétt aðfaranótt laugardags þegar samið var í kjaradeilunni og nýttu þeir tímann í gær og í fyrradag til að búa togarana til veiða.

Sjómenn samþykktu naumlega nýjan kjarasamning með 52,4 prósentum atkvæða í atkvæðagreiðslu í gær, sem bindur enda á tæplega tíu vikna langt verkfall sjómanna. Sjómenn höfðu verið samningslausir frá byrjun árs 2011.

Samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi náðu klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags samningi sem fór strax á laugardagsmorgun í kynningu til sjómanna og í kjölfarið í atkvæðagreiðslu. 1.189 af þeim 2.214 sjómönnum sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði eða 53,7 prósent, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um lyktir kjaradeilu sjómanna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert