Ákærður fyrir að ráðast á son sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn fjögurra ára syni sínum.

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, að því er Rúv greinir frá. Þinghaldið er lokað.

Manninum er gefið að sök í ákærunni að hafa ráðist á son sinn í byrjun júní í fyrra þegar strákurinn var fjögurra ára.

Maðurinn er sagður hafa tekið son sinn kverkataki með annarri hendi og ýtt aftan á háls hans með hinni hendinni til að fá strákinn til að taka inn vítamíntöflur.

Í ákærunni kemur fram að drengurinn hafi fengið marbletti framan á hálsinn, punktblæðingar í andliti og grunn rifsár framan á brjóstkassa.

Móðir drengsins krefst þess að maðurinn greiði sér eina milljón króna í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert