Búið að opna Reykjanesbrautina

Búið er að opna Reykjanesbrautina að nýju.
Búið er að opna Reykjanesbrautina að nýju.

Búið er að opna Reykjanesbrautina fyrir umferð á ný eftir að alvarlegt umferðarslys varð í nágrenni álversins í Straumsvík rétt fyrir kl. sjö í morgun.

Tvær bifreiðar sem voru að koma hvor úr sinni áttinni skullu saman á veginum og voru þeir þrír sem í bílunum voru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn.

Búið er að flytja fólkið á Landspítalann og rannsókn lögreglu á vettvangi er nú lokið, en mikil umferðarteppa myndaðist á meðan vegurinn var lokaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka