Þurfa ekki að taka nýtt land

Nýtt hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða.
Nýtt hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða. Mynd/Reykjavík

„Kost­ur­inn er fyrst og fremst að þetta er inni í byggðinni á höfuðborg­ar­svæðinu. Það sem ger­ir þetta svæði áhugavert er meðal ann­ars að við náum að tengja það við Borg­ar­lín­una sem er hágæða al­menn­ings­sam­göngu­kerfi. Borgarlínan ferðast um ás sem geng­ur frá vestri til aust­urs,“ seg­ir Björn Guðbrandsson, arki­tekt hjá Arkís, um upp­bygg­ingu íbúðarhús­næðis og innviða fyr­ir allt að 12.600 manns við Elliðaár­vog og á Ártúns­höfða. 

Sú iðnaðar­starf­semi sem er á svæðinu þarf að miklu leyti að víkja fyr­ir um­ræddri byggð. Búið er að ganga frá ramma­skipu­lagi á svæðinu sem er leiðbeinandi fyrir deiliskipulagsvinnu sem getur farið af stað í framhaldinu 

Björn segir byggðina búa yfir fjöl­mörg­um eig­in­leik­um vist­vænn­ar byggðar. „Það er jákvætt þegar hægt er að taka land sem búið er að nota áður undir athafna- og iðnaðarsvæði og umbreyta því í blandaða. Við erum ekki að brjóta óraskað land held­ur breyta því sem fyr­ir er,“ segir Björn. Hann bendir einnig á nálægðina við Elliðaárvog sem góðan kost fyrir byggðina sem og nálægð við sjóinn fyrir þá sem það kjósa.  

Gert er ráð fyr­ir blönduðu byggðamynstri á svæðinu. Byggðin verður að stærst­um hluta lág­reist og byggingar almennt á þrem­ur til fimm hæðum en einnig er gert ráð fyr­ir nokkr­um stærri kennileitum 

Á svæðinu er gert ráð fyr­ir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í blandaðri byggð, en svæðið er að stærst­um hluta at­vinnu- og athafnasvæði. Hins veg­ar þyrfti grófari og stórtækari iðnaður að víkja af svæðinu, að sögn Björns. „Ákveðnir hlutar svæðisins munu umbreytast á lengri tíma,“ seg­ir Björn. 

Spurður hvenær hægt væri að fara í fram­kvæmd­ir bend­ir hann á að það sé borg­ar­inn­ar að svara fyr­ir það. „Það væri hægt að gera það fljót­lega eft­ir að deili­skipu­lag væri samþykkt á fystu deiliskipulagsáföngum.“

Kynn­ing­ar­fund­ur um skipu­lag og upp­bygg­ingu svæðis­ins verður hald­inn á morg­un í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur klukk­an 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert