Tvær bílveltur hjá Blönduóslögreglu í nótt

Tvær bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um eittleytið í nótt er fólksbíll og flutningabíll fóru út af vegna hálku. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki.

Fólksbíllinn valt á Norðurlandsvegi sunnan við Blönduós. Að sögn lögreglunnar urðu ekki meiðsl á fólki, en bíllinn er mikið skemmdur eftir veltuna.

Flutningabíllinn valt hins vegar við Víðihlíð og var farið með bílstjórann á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar. Ekki er þó talið að meiðsl hans séu alvarleg.

Skoðað verður hvernig ná eigi bílnum upp á veginn á ný nú þegar birtir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert