Var á leið niður fjallið

Fjallið Tafelberg við Höfðaborg í Suður-Afríku.
Fjallið Tafelberg við Höfðaborg í Suður-Afríku. Wikipedia

Bjarni Salvar Eyvindsson, sem lést í fjallinu Tafelberg við Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina, var á leið niður fjallið þegar hann lést. Talið er að hann hafi dottið á leiðinni en hann var lögblindur. Banamein hans var að öllum líkindum höfuðhögg. Lík hans fannst á sunnudagsmorguninn en hans hafði þá verið saknað frá því kvöldið áður.

Frétt mbl.is: Göngumaður fann líkið

Þetta segir Íris Jóna Gunnarsdóttir, móðursystir Bjarna, aðspurð í samtali við mbl.is. Hún segir að Bjarni hafi farið í gönguferð upp á fjallið með félögum sínum sem voru einnig við sjálfboðaliðastörf í Höfðaborg á vegum hjálparsamtakanna Norður Suður. þegar komið hafi verið nokkuð áleiðis upp í fjallið hafi Bjarni hins vegar ekki treyst sér til að fara lengra.

Bjarni hélt þá niður fjallið en félagar hans áfram upp á það. Þegar þeir sneru við fundu þeir hann ekki og höfðu þá samband við lögregluna og björgunarsveitir. Leit hófst að Bjarna sem skilaði ekki árangri. Morguninn eftir fann göngumaður lík Bjarna á gönguleið sem nefnist Platteklip Gorge og hafði strax samband við lögregluna og björgunarsveitarfólk.

Frétt mbl.is: Íslendingur fannst látinn í Suður-Afríku

Móðir Bjarna og uppeldisfaðir hans, ásamt móðurömmu hans, halda brátt út til Suður-Afríku til þess að bera kennsl á líkið og ganga frá málum hans í landinu. Hjálparsamtökin Norður Suður hafa unnið með fjölskyldunni og utanríkisráðuneytinu að því að ganga frá málum hans að sögn talsmanns þeirra. Málið er í farvegi hjá lögreglunni í Suður-Afríku.

„En það hafa allir verið bara yndislegir. Það er mikill samhugur og maður tekur eftir því þegar svona sorglegir atburðir gerast hvað maður á góða að,“ segir Íris að lokum.

Styrktarreikningur hefur verið sofnaður fyrir fjölskyldu Bjarna:

Kennitala: 100477-3439
Reikningsnr.: 0140-05-071968.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert