Edinborgarhúsið fær 4 milljónir

Edinborgarhúsið á Ísafirði.
Edinborgarhúsið á Ísafirði. mynd/bb.is

Rekstur Edinborgarhússins fær fjórar milljónir í styrk frá uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Galdrasýningin á Ströndum fær 3,5 milljónir króna. Melrakkasetur Íslands fær þriðja hæsta styrkinn, 2,5 milljónir króna. 

Uppbyggingarsjóði Vestfjarða bárust nú í fyrri úthlutun ársins um 100 umsóknir. Mörg verkefni komu til álita að þessu sinni og var 53 verkefnum veitt vilyrði fyrir styrk. Heildarfjárhæð úthlutunar að þessu sinni nam 45,1 milljónum króna.

Úthlutað var 24,4 mkr til 38 menningarverkefna og  8,3 mkr. til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Til stofn- og rekstrarstyrkja var úthlutað til fjögurra menningarstofnana, alls 12,4 mkr.

Yfirlit yfir verkefni sem fá styrk

Galdrasýning á Ströndum.
Galdrasýning á Ströndum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert