Tilkynnt um 45 alvarleg og óvænt tilvik

Landlæknir.
Landlæknir. mbl.is/Kristinn

Embætti landlæknis bárust á síðasta ári 45 tilkynningar um alvarleg og óvænt tilvik á heilbrigðisstofnunum.

Í 32 af þessum tilvikum lést sjúklingur. Þetta eru mun fleiri tilkynningar en árið áður. Þetta kom fram í tíufréttum Rúv.

Starfsfólki heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna landlækni um óvænt atvik sem hafa eða gætu hafa valdið sjúklingu alvarlegu tjóni, dauða eða örkumlun.

Árið 2015 bárust embætti landlæknis tilkynningar um 29 óvænt og alvarleg atvik af landinu öllu. Þar af létust 22 sjúklingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert