Uppbókað næstu tvo mánuði

„Við höfum lagt upp með vissa fílósófíu fyrir allan veitingastaðinn,“ segir Hinrik Karl Ellertsson rekstrarstjóri Dill sem varð fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta Michelin-stjörnu. Hráefni er sótt í nærumhverfið og er rekjanlegt, hann segir mikla aðsókn og tveggja mánaða bið eftir borði.

Sjá frétt mbl.is: Fyrsta Michelin-stjarnan á Íslandi.

mbl.is kom við á Dill í morgun þar sem verið var að undirbúa staðinn fyrir kvöldið en veitingastaðurinn er einungis opinn á kvöldin, tekur 23 gesti í sæti og er með fastan matseðil.

Hinrik segir enga leið að segja til um hvað veitingastaðir þurfi að hafa til brunns að bera til að hljóta Michelin-stjörnu, hver og einn staður sé metinn eftir eigin verðleikum og engir staðlar séu til um hvað þurfi að uppfylla.

Þá fékk færeyski veitingastaðurinn Koks einnig Michelin-stjörnu í morgun fyrstur færeyskra veitingastaða. Michelin-stjörnugjöfin var fyrst tekin í notkun um aldamótin 1900 í Frakklandi. Hægt er að fá eina til þrjár stjörnur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert