Hundraða milljóna tjón

Kópavogur, loftmynd.
Kópavogur, loftmynd. mbl.is/Rax

Áætlað er að tjón vegna myglu og rakaskemmda í Kársnesskóla í Kópavogi nemi hundruðum milljóna króna. „Útlit er fyrir að skemmdirnar séu mun meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Hvorki liggja fyrir nákvæmar skemmdir á húsnæði né kostnaðurinn sem af þeim hlýst en það skýrist að lokinni úttekt á húsnæðinu.  

Nemendur skólans munu flytja úr húsnæðinu eftir 10. mars næstkomandi. Unnið er að því að innrétta sal bæjarstjórnar í Fannborg 2 sem kennslustofur meðan á viðgerð stendur.

Flýta þarf umtalsvert framkvæmdum á endurbótum á húsnæði skólans. Sá kostnaður er ekki á fjárhagsáætlun ársins. Það er óhjákvæmilegt að skera niður á öðrum sviðum, að sögn Ármanns. Hins vegar eru áform um að það þyrfti að verja um einum og hálfum milljarði í viðgerð og stækkun grunnskólans á Kársnesi í tenglum við uppbyggingu vestast á Kársnesinu.   

Viðhald og framkvæmdir á byggingum í eigu sveitarfélagsins var skorið niður eftir efnahagshrunið enda allir sammála um að verja þyrfti frekar grunnþjónustuna.  

„Við tökum ábendingar um rakaskemmdir alvarlega. Eins og tíðarfarið hefur verið hefur húsnæði lekið meira en í venjulegu árferði en það hefur ekki alltaf slæmar afleiðingar í för með sér eins og margir óttast,“ segir Ármann. 

Ekki hafa komið upp skemmdir af þessu umfangi í öðru húsnæði bæjarins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert