Ófært við Klaustur

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Snjóþekja er víða með suðausturströndinni og þæfingur á kafla. Ófært er frá Kirkjubæjarklaustri að Gígjukvísl en unnið er að hreinsun, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því á Facebook að nú ríkir sannkallað vetrarveður á vegum austan til í umdæminu. Samkvæmt upplýsingum heimamanna í Öræfum er ekkert ferðaveður þar eins og sakir standa.

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum og sumstaðar snjóþekja.

Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á flestum leiðum og sumstaðar snjóþekja. Snjóþekja og skafrenningur er á Kleifaheiði. Ófært er úr Bjarnarfirði á Ströndum norður í Árneshrepp.

Hálka, hálkublettir, snjóþekja, og éljagangur er á Norðurlandi og sumstaðar snjókoma og jafnvel skafrenningur. Ófært er á Hólasandi. Þæfingsfærð er á Dettifossvegi.

Á  Austurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og sumstaðar skafrenningur. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra en verið er að hreinsa. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert