Markmiðið að ljúka rannsókn innan þriggja vikna

Leitað við Selvogsvita vegna rannsóknarinnar á dauða Birnu Brjánsdóttur.
Leitað við Selvogsvita vegna rannsóknarinnar á dauða Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir það markmið lögreglunnar að ljúka við rannsókn í máli Birnu Brjánsdóttur á innan við þremur vikum.

Lögreglan er ennþá að bíða eftir því að fá fleiri niðurstöður úr lífsýnum erlendis frá en þeirra má vænta á næstu dögum. Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birna situr enn í gæsluvarðhaldi en hann var síðast yfirheyrður í síðustu viku.

„Við förum nú örugglega að yfirheyra, það er ekki endilega ákveðið en það gæti orðið á næstu dögum,“ segir Grímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert