Tekur þátt í baráttunni við alnæmi

Margrét Guðnadóttir hefur þróað bóluefni við mæðiveiki og prófað það …
Margrét Guðnadóttir hefur þróað bóluefni við mæðiveiki og prófað það á lömbum á Kýpur. mbl.is/RAX

Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði, hefur þróað bóluefni við mæðiveiki og prófað það á lömbum á Kýpur.

Það bar ágætan árangur og birti hún niðurstöður rannsókna sinna í bresku dýralæknatímariti.

Rannsóknirnar geta haft þýðingu í baráttunni við alnæmi því HIV-veiran er í sama flokki og veiran sem veldur þurramæði og visnu. Ef hægt er að bólusetja gegn mæðiveiki á að vera hægt að bólusetja gegn alnæmi, að því er fram kemur í samtali við Margréti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert