315 staðfest inflúensutilvik

Bólusetning við flensu
Bólusetning við flensu mbl.is/Árni Sæberg

Frá því í lok nóvember hefur inflúensa A(H3) verið staðfest hjá 315 manns. Í síðustu viku greindust heldur færri með staðfesta inflúensu samanborið við vikurnar á undan og nú hefur hún verið staðfest í öllum landshlutum.

Enginn hefur greinst með inflúensu A(H1) en tveir einstaklingar hafa greinst með inflúensu B, samkvæmt upplýsingum landlæknis.

Þar segir að frá því í byrjun september 2016 hafi alls 130 legið á Landspítala vegna inflúensu, þar af greindust átta í síðustu viku og er það nokkur fækkun samanborið við vikurnar á undan. Flestir af þeim sem hafa verið lagðir inn eru 70 ára og eldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert