Aðstoða ökumenn bíla sem fjúka út af

Björgunarsveitir hafa sinnt vegaaðstoð í dag.
Björgunarsveitir hafa sinnt vegaaðstoð í dag. mbl.is/RAX

Nokkuð hefur verið um að bílar fjúki út af vegum í veðrinu sem nú gengur yfir landið og segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjarga, á annað hundrað björgunarsveitarmenn nú í verkefnum á Suðurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

„Björgunarsveitir hafa verið töluvert að aðstoða ökumenn bíla sem hafa verið að fjúka út af,“ segir Þorsteinn. „Lokunaraðgerðirnar og þessi mikla upplýsingagjöf í gær hefur hins vegar dregið verulega úr óþarfa umferð.“

Að sögn Þorsteins eru nú á milli 140 og 150 björgunarsveitarmenn að sinna veðurtengdum verkefnum. Tengjast þau bæði lokun vega og eins almennri aðstoð. Hann segir þó lítið um að lausamunir séu að fjúka, mun meira sé um að björgunarsveitirnar séu nú að sinna vegaaðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert