Úrskurðarorð í hnotskurn

Sævar M, Ciesielski fór tvisvar fram á endurupptöku máls síns …
Sævar M, Ciesielski fór tvisvar fram á endurupptöku máls síns er hann lauk afplánun. Í báðum tilvikum var því hafnað. Sævar lést árið 2011, 54 ára að aldri. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Endurupptökunefnd hefur fallist að beiðni fimm manna um endurupptöku á dómum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hér verður farið yfir úrskurðarorð nefndarinnar í hnotskurn.

Fimm sak­born­ing­anna eða aðstand­end­ur þeirra fóru fram á end­urupp­töku. Settur saksóknari hafði sjálf­ur frum­kvæði að því að fara fram á end­urupp­töku í máli þess sjötta.

Sex­menn­ing­arn­ir eru Erlu Bolla­dótt­ir, Al­bert Kla­hn Skafta­son­, Sæv­ar Ciesi­elski, Kristján Viðar Viðars­son­, Tryggvi Rún­ar Leifs­son og Guðjón Skarp­héðins­son. Þau væru dæmd í 1-17 ára fang­elsi í Hæsta­rétti árið 1980. Sæv­ar og Tryggvi Rún­ar eru látn­ir. Þau voru á aldr­in­um 20-32 ára er þau voru hand­tek­in.

Úrskurðarorð endurupptökunefndar:

Sæv­ar Ciesi­elski:

Fallist er á beiðni endurupptökubeiðenda, erfingja Sævars Marinós Ciesielski, um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978 hvað varðar sakfellingu hans fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974.

Jafnframt er fallist á beiðni endurupptökubeiðenda um endurupptöku sama dóms hvað varðar sakfellingu Sævars Marinós Ciesielski fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Geirfinni Einarssyni að bana aðfaranótt 20. nóvember 1974.

Hafnað er beiðni endurupptökubeiðenda um endurupptöku sama dóms hvað varðar sakfellingu Sævars Marinós Ciesielski fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.

Erla Bolladóttir við meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. Hún …
Erla Bolladóttir við meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. Hún var sýknuð af allri aðild að refsiverðri háttsemi en sakfelld fyrir rangar sakargiftir.

Erla Bolladóttir:

Hafnað er beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978 hvað varðar sakfellingu hennar fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.

Kristján Viðar Viðarsson:

Fallist er á beiðni setts ríkissaksóknara um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978, til hagsbóta fyrir Kristján Viðar [Viðarsson], hvað varðar sakfellingu hans fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974.

Jafnframt er fallist á beiðni um endurupptöku sama dóms hvað varðar sakfellingu Kristjáns Viðars Júlíussonar fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Geirfinni Einarssyni að bana aðfaranótt 20. nóvember 1974.

Hafnað er beiðni um endurupptöku sama dóms hvað varðar sakfellingu Kristjáns Viðars [Viðarssonar] fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.

Tryggvi Rúnar Leifsson:

Tryggvi Rúnar Leifsson, lengst til hægri kemur frá réttarhöldunum í …
Tryggvi Rúnar Leifsson, lengst til hægri kemur frá réttarhöldunum í sakadómi. mbl.is

Fallist er á beiðni endurupptökubeiðenda, erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar, um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978 hvað varðar sakfellingu hans fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974.

Guðjón Skarphéðinsson:

Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Guðjóns Skarphéðinssonar, um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978 hvað varðar sakfellingu hans fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, Geirfinni Einarssyni að bana aðfaranótt 20. nóvember 1974.

Albert Klahn Skaftason:

Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Alberts Klahn Skaftasonar, um endurupptöku á dómi í hæstaréttarmálinu nr. 214/1978, hvað varðar sakfellingu hans fyrir eftirfarandi hlutdeild í brotum annarra dómfelldu á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, sem fólust í því að verða Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974, með því að veita öðrum dómfelldu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins, bæði þegar fyrrgreinda nótt og síðar síðla sumars sama ár er líkamsleifar Guðmundar voru fluttar á enn annan stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert