Vélstjórar samþykktu

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjarasamningur VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem undirritaður var 18. febrúar, var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VM.

Frétt mbl.is: Nýi samningurinn í heild sinni

Þar segir að á kjörskrá hafi verið 479 félagsmenn og af þeim hafi 266, eða 55,5%, tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Já sögðu 163, eða 61,3% þeirra sem greiddu atkvæði, og nei sögðu 98, eða 36,8%. Fimm, eða 1,9%, skiluðu auðu.

Kjarasamningurinn var því samþykktur með 61,3% greiddra atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert