Faðir Birnu: „Þarf að fjölga eftirlitsmyndavélum“

Öryggismyndavélum er ábótavant í miðbæ Reykjavíkur að mati föður Birnu …
Öryggismyndavélum er ábótavant í miðbæ Reykjavíkur að mati föður Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölga þarf eftirlitsmyndavélum í miðbænum og ekki síður huga að gæðum þeirra. Þetta segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst látin 22. janúar eftir að hennar hafði verið saknað í rúma viku en hún sást síðast á öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur nóttina sem hún hvarf.

Brjánn lýsir þessari skoðun í færslu á Facebook-síðu sinni í dag og vísar þar í frétt Fréttatímans um alvarlega líkamsárás gegn þremur ungmennum í miðborginni síðustu helgi.

„Þær lífga svo sem engan við en geta skipt sköpum við rannsókn mála, eins og dæmin hafa sannað og gætu jafnvel haft 'fælingarmátt' sé fólk meðvitað um þær,“ skrifar Brjánn. „Það þarf enginn að missa sig yfir persónufrelsinu. það er ekki legið yfir þessum myndum nema tilefni gefist til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert