Hafragrautur á gasi í rafmagnsleysi

Starfsmenn Rarik að störfum í morgun.
Starfsmenn Rarik að störfum í morgun. mbl.is/Aðalsteinn Sigurðarson

Rafmagn er aftur komið á tvo bæi í Hrafnkelsdal á Austurlandi sem urðu straumlausir klukkan 18 í gærkvöldi. Fárviðri var á svæðinu fram undir miðnætti í gær. Sjónvarps- og útvarpssendir við bæinn Háurð varð einnig straumlaus og því ekki hægt að nema útvarpssendingu frá ríkisútvarpinu á þessum tíma.

Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að elda kvöldmatinn þegar rafmagnið fór,“ segir Aðalsteinn Sigurðarson bóndi á Vaðbrekku sem er annar bæjanna sem varð rafmagnslaus. Hinn bærinn er Aðalból en þar er tvíbýli.

Hann segir heimilisfólkið ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta og fór fyrir vikið snemma í háttinn í gær. „Í morgun elduðum við hafragrautinn á gasi og þegar það var orðið nægilega bjart fórum við út að gefa kindunum.“ 

Þegar starfsmenn Rarik höfðu áttað sig á hvað olli straumleysinu og höfðu náð sér í varahluti voru þeir ekki lengi að gera við bilunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert