Nemar gátu ekki lagt vegna fannfergis

Fannfergi hefur víða gert ökumönnum erfitt að komast leiðar sinnar …
Fannfergi hefur víða gert ökumönnum erfitt að komast leiðar sinnar eða að finna stæði til að leggja í. Það á við um háskólanema líkt og aðra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að það sé leitun að því í borginni að búið sé að hreinsa jafnmikið af bílastæðum og í kringum Háskólann,“ segir Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands. Mbl.is hefur frétt af háskólanemum sem urðu að hverfa frá skólanum í morgun þar sem ekki var búið að ryðja bílastæði við Öskju.

Ingólfur segir ekki öll stæðin heyra undir Háskólann og að líklega sé víða erfitt að fá stæði í dag. „Ég held þó í þessum töluðu orðum að það sé búið að hreinsa öll þessi stæði og ég held að það sé leitun að því í borginni að búið sé að hreinsa jafnmikið af bílastæðum og í kringum háskólann.“

Búið sé að ryðja og hreinsa bílaplön skólans frá því í gær og hafist hafi verið handa aftur klukkan hálffjögur í nótt. Vel geti þó verið að ekki hafi verið búið að ryðja bílaplanið við Öskju snemma í morgun. „Það er hins vegar núna búið að hreinsa öll bílastæði í kringum allar byggingar Háskólans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert