Söfnuðu 660 þúsund krónum

Lúðvík Snær Hermannsson og Jón Svavar Jósefsson frá Bartónum og …
Lúðvík Snær Hermannsson og Jón Svavar Jósefsson frá Bartónum og Inga Þórey Óskarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir frá Kötlum afhenda Hjálmari Karlssyni, fulltrúa Rauða krossins, og Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, fulltrúa Geðhjálpar, fjármunina. Ljósmynd/Hjalti S. Kristjánsson

Kvennakórinn Katla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins, færðu í dag fulltrúum Geðhjálpar og Rauða krossins afrakstur jólatónleika sinna. Upphæðin, um 660 þúsund krónur, rennur til Útmeð'a verkefnisins. 

Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. 

Þetta verkefni er kórunum mjög hugleikið og til að mynda kvöddu Bartónar kæran vin sem lést fyrir eigin hendi í októberá liðnu ári.

Fjárhæðin nýtist meðal annars til að fjármagna fræðsluverkefni í framhaldsskólum á landsbyggðinni sem stendur nú yfir. Þar er fólki kennt að þekkja hættumerki og hvernig á að nálgast þá sem þeir hafa áhyggjur af að gætu valdið sjálfum sér skaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert