Ólík upplifun af snjódýpt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Tveir útlenskir göngumenn höfðu samband við lögregluna á Akureyri um níu leytið í gærkvöld og óskuðu eftir aðstoð í Glerárdal þar sem þeir höfðu ætlað sér að ganga í skálann Lamba. Þeim gekk illa að finna skálann auk þess sem mikill snjór væri á leiðinni og færið erfitt.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni var ákveðið að senda björgunarsveitarmenn á vélsleðum eftir mönnunum og fundust þeir um hálf eitt í nótt heilir á húfi. En björgunarsveitarmenn höfðu átt í erfiðleikum við að komast áfram á sleðunum inn í Glerárdal þar sem óvenju lítill snjór er á þessum slóðum miðað við árstíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert