Ruddu tvo og hálfan hringveg

Snjóruðningstæki ruddu yfir 3.000 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu í gær og …
Snjóruðningstæki ruddu yfir 3.000 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag mbl.is/Kristinn Magnússon

Snjórinn sem féll á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags og mældist þá 51 sm að dýpt er sá næstmesti sem fallið hefur þar síðan mælingar hófust. Mestur var hann í janúar 1937 og þá mældist dýptin 55 sm.

„Endist þessi mikla snjódýpt fram á miðvikudag fáum við líka nýtt marsmet,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, en mesta snjódýpt sem mælst hefur í mars er nú 35 sentimetrar.

Talsverðan mannafla og tækjabúnað þarf til að moka svo miklum snjó af götum og gangstígum þannig að fólk og farartæki komist leiðar sinnar. Alls voru yfir 200 manns að störfum við snjóruðning í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, flestir í Reykjavík þar sem þeir voru 130. Til þessara starfa þurfti 142 bíla, gröfur og tæki sem ruddu samtals 3.253 kílómetra, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá sveitarfélögunum, að því er fram kemur í umfjöllun um snjóhreinsunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert