Ekki gosórói í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftahrina sem mældist í Bárðarbungu í morgun tengist ekki gosóróa á svæðinu, samkvæmt upplýsingum sérfræðings á veðurstofu Íslands.

„Það er enginn gosórói eða neitt þannig og er svipað og hefur komið síðustu mánuði; svona stuttar hrinur með nokkrum kröftugum skjálftum,“ segir Bryn­dís Ýr Gísla­dótt­ir hjá Veður­stofu Íslands.

„Seinast var svona hrina um mánaðamótin janúar/febrúar,“ segir Bryndís en fylgst er með Bárðarbungu all­an sóla­hring­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert