Sakaður um ólöglegar ýsuveiðar

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd. mbl.is/Hjörtur

Frystitogarinn Arnar HU-1, sem er í eigu Fisk Seafood og gerður út frá Skagaströnd, þurfti að sigla að ströndum Noregs í gær til þess að greiða úr ágreiningi við norsk yfirvöld vegna meintra ólöglegra ýsuveiða togarans í norskri lögsögu í febrúar fyrir ári. 

Fram kemur á fréttavef héraðsblaðsins Feykis að útgerðin hafi reitt fram tryggingu og Arnar í kjölfarið haldið til veiða á ný. Haft er eftir Gylfa Guðjónssyni, útgerðarstjóra Fisk Seafood, að togaranum hafi verið siglt til Norður-Noregs þar sem norska strandgæslan hafi komið um borð. Málið verði tekið fyrir af norskum dómstólum síðar á árinu.

Frétt Feykis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert