Ófært í Hófaskarði

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á Kjalarnesi, Hellisheiði og Lyngdalsheiði.

Vegir eru talsvert auðir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en þó er sums staðar hálka eða hálkublettir og þá helst  á fjallvegum og útvegum.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðaustur- og Austurlandi og þæfingsfærð á Háreksstaðaleið, Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði. Ófært er í Hófaskarði. Snjókoma er á Fagradal og víða er skafrenningur á fjallvegum. Hálka eða hálkublettir eru á köflum með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert