Þjónusta allt að 200 umsækjendur um vernd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ráðuneytisins, Dagur …
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ráðuneytisins, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Kristín Völundardóttir forstjóri fyrir hönd Útlendingastofnunar.

Forstjóri Útlendingastofnunar, borgarstjóri og ráðherra dómsmála undirrituðu í dag samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við allt að 200 umsækjendur um vernd. Samningurinn felur í sér stækkun á samningi sömu aðila frá árinu 2015 sem kvað á um þjónustu borgarinnar við allt að 90 einstaklinga.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun.

Þar segir að mati stofnunarinnar sé samkomulagið mikilvægur liður í því að treysta stoðir móttökukerfis umsækjenda um vernd hér á landi. Stofnunin kappkostar að tryggja skjólstæðingum sínum fullnægjandi þjónustu að öllu leyti og hefur fyrri þjónustusamningur við Reykjavíkurborg reynst mjög vel.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ráðuneytisins, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Kristín Völundardóttir forstjóri fyrir hönd Útlendingastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert