Fleiri valkosti í fjármögnun

Í pallborðsumræðum á Iðnþingi í Hörpu var meðal annars rætt …
Í pallborðsumræðum á Iðnþingi í Hörpu var meðal annars rætt um úrræði í samgöngumálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á meðan þeim sem nýta sér samgöngukerfið á Íslandi er að fjölga er minni fjármunum til þess varið. Þetta sagði Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Jáverks, á Iðnþingi í gær.

Þar kom fram að uppsöfnuð fjárfestingaþörf í vegamálum er orðin alls 65 milljarðar króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Því viðvíkjandi sagði Jón Gunnarsson samgönguráðherra á þinginu, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu, að leita mætti til ferðamanna við að fjármagna úrbætur á vegakerfinu.

Í ræðu vék Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, að því hve illa gengi að koma nauðsynlegum framfaraverkefnum af stað. Slíkt væri merkilegt í ljósi þess að bláfátæk þjóð í kreppunni miklu endur fyrir löngu hefði byggt brýr og lagt vegi víða um land – og reist hús yfir mikilvægar stofnanir eins og Landspítalann og Þjóðleikhúsið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert