Meira en 20 milljónir í ferðir

Hlutfallslega var flokkur Vinstri grænna dýrastur, en ferðakostnaður vegna tveggja …
Hlutfallslega var flokkur Vinstri grænna dýrastur, en ferðakostnaður vegna tveggja borgarfulltrúa VG var rúmlega 1,3 milljónir króna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heildarkostnaður við ferðir á vegum borgarráðs og borgarstjórnar nam rúmlega 20,6 milljónum á árinu 2016. Þar af var ferðakostnaður borgarstjóra tæpar 1,2 milljónir á árinu en hann ferðaðist í átta skipti til útlanda og tvisvar innanlands á vegum borgarinnar.

Samþykkt var á næstsíðasta ári að birta yfirlit á ársfjórðungsfresti yfir ferðakostnað hverju sinni á miðlægum skrifstofum og eignasjóði, og á fundi borgarráðs 9. mars var kynnt yfirlit yfir síðasta ársfjórðung 2016.

Af öllum borgarfulltrúum hlaust mestur kostnaður af ferðum Sóleyjar Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Vinstri grænna, eða tæpar 900 þúsund krónur, en ódýrastur var Sveinn Hjörtur Guðfinnsson frá Framsókn og flugvallarvinum sem ferðaðist fyrir átta þúsund krónur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert