Snjór og krapi í uppsveitum

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum, snjóþekja eða krapi er í uppsveitum Suðurlands, annars eru aðalleiðir greiðfærar á Suður-, Suðvestur- og Suðausturlandi. 

Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði, annars eru hálkublettir eða snjóþekja mjög víða. Það er hálka eða hálkublettir á fjallvegum á Vestfjörðum en greiðfært á láglendi.

Á Norðvesturlandi eru hálkublettir á fjallvegum og útvegum. Á Norðausturlandi er hálka inn til landsins en greiðfært að mestu með ströndinni. Á Austurlandi eru vegir að mestu greiðfærir á láglendi en hálka eða hálkublettir eru á flestum fjallvegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert