Aðalmeðferð í máli lögreglumanns

Jens Gunnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, ásamt lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þegar málið …
Jens Gunnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, ásamt lögmanninum Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þegar málið var tekið fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi lögreglumanns, Jens Gunnarssonar, sem er ákærður fyrir meinta spillingu í starfi. Fyrirtaka málsins fór fram 6. janúar en þar var ákveðið að þinghaldið færi fram fyrir luktum dyrum. Auk Jens eru tveir aðrir ákærðir í málinu, Pétur Axel Pétursson og Gottskálk Þorsteinn Ágústsson.

Frétt mbl.is: Hjá öryggisfyrirtæki eftir spillingarmál

Gottskálk vinnur sem framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi verið í samskiptum við Jens og lofað honum 500 þúsund króna greiðslu og tveimur flugmiðum fyrir skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“

Pétur hefur áður hlotið dóma vegna fíkniefnamála. Hann og Jens eru ákærðir vegna meintra brota þegar Jens upplýsti Pétur um stöðu mála hans hjá lögreglunni og um hverjir væru uppljóstrarar lögreglunnar. Tók Jens við gjöfum vegna þessa samkvæmt ákærunni. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð málsins haldi áfram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert