Hálka á Sandskeiði

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og eitthvað um hálkubletti í uppsveitum Suðurlands en greiðfært nær sjónum.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nokkrum fjallvegum.

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma.

Á Austurlandi er greiðfært á Héraði en hálka eða snjóþekja á fjallvegum.  Greiðfært er með suðausturströndinni, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert