Hálkublettir á Hellisheiði

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka er víða á Suðurlandi. Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vesturlandi, þó sums staðar snjóþekja í Dölunum.

Éljagangur er á Vestfjörðum og snjóþekja eða hálka á flestum vegum. Einnig er sums staðar skafrenningur, einkum á fjallvegum.

Það snjóar á Norðurlandi, einkum eftir því sem austar dregur, og þar er víðast hvar snjóþekja eða nokkur hálka.

Á Austurlandi er Vatnsskarð eystra enn ófært en mokstur er að hefjast. Annars er snjóþekja eða hálka þar á flestum vegum. Eins er snjóþekja og hálka á köflum með suðausturströndinni, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert