Leyfi til að reka rútubíla orðin 565

Rútum hefur fjölgað í takt við fjölgun ferðamanna.
Rútum hefur fjölgað í takt við fjölgun ferðamanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeim sem atvinnu hafa af því að reka fólksflutningabifreiðar hefur fjölgað mjög á undanförnum mánuðum. Er það ein margra birtingarmynda vaxtarins í íslenskri ferðaþjónustu. Rútubílstjórum fjölgar að sama skapi.

Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði hjá Samgöngustofu hefur á fyrstu vikum þessa árs verið veitt 31 nýtt leyfi til að reka slíkar bifreiðar. Frá árslokum 2015 og fram til dagsins í dag, á rúmlega 14 mánaða tímabili, hefur leyfum fjölgað um 115. Í árslok 2014 voru leyfishafar 389.

Allir sem hyggjast aka með fólk gegn gjaldi á bifreið sem gerð er fyrir níu farþega eða fleiri verði að afla sér leyfis til þess frá Samgöngustofu. Þórhildur Einarsdóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, segir að nú hafi alls 565 einstaklingar og lögaðilar hér á landi leyfi til fólksflutninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert