Spá 10 stiga frosti

Þingvellir í vetrarbúningi.
Þingvellir í vetrarbúningi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákveðin norðanátt í dag, með snjókomu og síðar éljum norðan og austan til á landinu. Hægari vindur á morgun og dálítil snjókoma sunnanlands, en él við Norður- og Austurströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Spáin fyrir næsta sólarhring:

Norðan 10-15 m/s með snjókomu og síðar éljum, en úrkomulítið SV-til. Hiti kringum frostmark. Hægari í kvöld og kólnandi veður.
Austan 8-13 við S-ströndina á morgun, annars hægari vindur. Dálítil snjókoma S-lands og él úti við N- og A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum á N-landi.

Á föstudag:
Austan 8-13 m/s syðst á landinu, annars hægari vindur. Snjókoma S-lands, einkum við ströndina. Víða bjartviðri í öðrum landshlutum, en stöku él við N- og A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast N-til.

Á laugardag:
Austlæg átt, víða 8-15 m/s og snjókoma eða él. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á sunnudag:
Norðaustanátt og él, en léttskýjað V-lands. Kalt áfram.

Á mánudag:
Norðaustan- og austanátt, él á víð og dreif og frost 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustanátt og kalt í veðri. Snjókoma eða él, en léttskýjað S- og SV-lands.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir þurrt og bjart veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert