Þæfingur á Steingrímsfjarðarheiði

mbl.is/Ómar

Greiðfært er að mestu á Suðurlandi en hálkublettir eru á Mosfellsheiði og hálka eða snjóþekja á nokkrum útvegum.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er allvíða á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði.

Aðalleiðir á Norðurlandi vestra eru að mestu greiðfærar. Um Norðurland austanvert er víða skafrenningur eða éljagangur og þar er víðast hvar nokkur hálka. Þungfært er á Tjörnesi og Hólasandi en þæfingsfærð Hófaskarði.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum vegum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Vatnsskarði eystra.

Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni, þó eitthvað um hálkubletti og snjóþekja í Eldhrauni, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert