Andlát: Garðar Eymundsson

Garðar Eymundsson
Garðar Eymundsson

Garðar Eymundsson, húsasmíðameistari og verktaki, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 16. mars sl. Garðar fæddist á Seyðisfirði 29. júní 1926.

Foreldrar hans voru Eymundur Ingvarsson og Sigurborg Gunnarsdóttir. Eftirlifandi kona Garðars er Karólína Þorsteinsdóttir og börn þeirra eru Ómar, Sævar, Gréta og Júlíana Björk. Fyrir átti Garðar Ingimund Bergmann.

Garðar lærði húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík en bjó og starfaði alla tíð á Seyðisfirði. Hann byggði þar mörg hús og kom að viðhaldi og endurbyggingu merkra bygginga á Seyðisfirði, m.a. Bláu kirkjunnar. Hann kom líka að framkvæmdum víðar á Austurlandi.

Garðar og Karólína voru unnendur lista og gáfu húsið Skaftfell á Seyðisfirði undir listastarf. Sjálfur málaði Garðar mikið og liggur eftir hann safn málverka.

Garðar verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju kl. 14 hinn 31. mars næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert