Vara við hálku á vegum

Hálka er á Hellisheiði
Hálka er á Hellisheiði mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum, en hálka eða snjóþekja er á nánast öllum vegum á Suðurlandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Þá er einnig hálka og snjóþekja á vegum við Faxaflóa og á Snæfellsnesi, en meira er autt í Dölunum.

Hálka og snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum, einkum á norðursvæðinu.

Vegir eru hins vegar mikið auðir á innanverðum Ströndum og í Vestur-Húnavatnssýslu, en á Norðurlandi hefur víðast hvar snjóað og þar er ýmist snjóþekja eða hálka.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi en með ströndinni er að mestu greiðfært frá Reyðarfirði að Höfn. Þar fyrir vestan er á köflum nokkur hálka eða snjóþekja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert