Deilt um kynferðisofbeldi í unglingabók

Bókin Villi vampíra er fyrir eldri lesendur.
Bókin Villi vampíra er fyrir eldri lesendur. Ljósmynd/vefsíða Eymundsson

„Við verðum að vera meðvituð um hvað börnin okkar lesa,“ segir Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir um unglingabókina Villi vampíra í bókaflokknum Gæsahúð fyrir eldri eftir Helga Jónsson. Bryndís líkt og margir aðrir hefur deilt myndunum á Facebook þar sem strikað hefur verið yfir lýsingu á kynferðisofbeldi þar sem brotið er gegn táningsstúlku.  

Unglingabókin, Villi vampíra, er sögð fyrir 14 ára og eldri og var skrifuð árið 2007 og er fyrri hluti af tveimur bókum. Seinni hlutinn nefnist er Eva engill

Bryndís tekur fram að hún hafi ekki sjálf tekið saman dæmin og myndirnar heldur fengið leyfi til að deila áfram á Facebook.

Efni bókarinnar hefur vakið hörð viðbrögð margra foreldra við færslu Bryndísar. 

Vill ekki réttlæta kynferðisofbeldi

„Þessi lýsing á kynferðisofbeldinu er frá sjónarhorni fórnarlambsins. Hún á að vekja samúð hjá lesandanum og sýna að þetta er rangt. Ef það hefur ekki tekist þá hefur höfundi mistekist,“ segir Helgi Jónsson höfundur Villa vampíru

Í seinni bókinni, Evu engill, verða makleg málagjöld, að sögn Helga. Lesendur verði að lesa báðar bækur til að ná heildarmyndinni af allri sögunni. 

Hann segir þessar bækur ekki hafnar yfir gagnrýni eins og öll skáldverk. Auðvitað megi deila um orðfærið enda sé bókin skrifuð fyrir tíu árum. Hann tekur fram að eins og með öll skáldverk þá hafi fólk skoðanir á þeim en vill árétta að með skrifunum reynir hann ekki að réttlæta kynferðisofbeldi.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert