Fylgi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hrynur

Stjórnarflokkarnir héldu ekki meirihluta sínum ef kosið væri nú.
Stjórnarflokkarnir héldu ekki meirihluta sínum ef kosið væri nú. mbl.is/Golli

Hvorki Björt framtíð né Viðreisn næðu manni inn á þing ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt könnuninni fengi Björt framtíð 3,8% atkvæða en Viðreisn 3,1%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist hins vegar enn stærstur flokka og sögðust rúm 32% þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Vinstri hreyfingin – grænt framboð nýtur næstmest fylgis og sögðust 27,3% styðja hana, en 14,5% Pírata.

Samkvæmt könnuninni, sem var framkvæmd dagana 20. og 21. mars, nýtur Samfylkingin nú meira fylgis en Framsóknarflokkurinn og sögðust 8,8% aðspurðra styðja hana, en 7% Framsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert