Hönnun og húsgögn í Hörpu

Það er mikið um að vera í Hörpu í tengslum við Hönnunarmars. Í dag opna tvær sýningar: annarsvegar sýna húsgagnaframleiðendur þversnið af því sem verið er að gera í íslenskri húsgagnaframleiðslu og íslenskir arkitektar standa fyrir sýningunni Virðisaukandi arkitektúr þar sem verðlaunatillögur af ýmsu tagi eru til sýnis.

mbl.is kom við í Hörpu í dag og kíkti á sýningarnar á meðan verið var að leggja lokahönd á þær.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Hönnunarmars sem hefst formlega í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert